Veður

Snjókoma í júlí

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Snjókoma tók á móti gestum við Öskju í morgun.
Snjókoma tók á móti gestum við Öskju í morgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

Lögreglan á Norðurlandi eystra birti myndir rétt í þessu sem fæstir hefðu giskað á að hafi verið teknar í lok júlí. Tjald- og bílastæðið í grennd við Öskju er snæviþakið og er hiti í kringum frostmark.

„...förum því vel klædd og á vel búnum bílum ef fyrirhuguð er ferð þangað. Við verðum á ferðinni, vel búin. Skemmtið ykkur vel um versló,“ skrifar lögreglan á Facebook.

Gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendi og varað er við slæmu skyggni og hálku á fjallvegum. Spáð er norðvestan 10-18 m/s með snörpum vindhviðum á Austfjörðum fram eftir degi, einnig við norðausturströndina í kvöld og nótt. Nánar má kynna sér veðurhorfur og viðvaranir á vef Veðurstofunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.