Veður

Gul veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gula viðvörunin tekur gildi klukkan tíu í kvöld.
Gula viðvörunin tekur gildi klukkan tíu í kvöld. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu í kvöld á Austurlandi, Austfjörðum og Miðhálendinu vegna snjókomu og hvassviðris. Viðvörunin er í gildi þar til á hádegi á morgun.

Búast má við slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu og lélegu skyggni á Austurlandi að Glettingi. Þá má búast við versnandi akstursskilyrðum og hálku á fjallvegum. 

Á Austfjörðum má búast við svipaðri ofankomu, slyddu eða snjókomu, en jafnframt norðvestan 10 til 20 m/s. Þá má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, sem geti verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar að mati Veðurstofu. 

Slyddu og snjókomu er sömuleiðis spáð á hálendinu norðan Vatnajökuls og til fjalla á Austurlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.