Veður

Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gul veðurviðvörun er í gildi á Suður og Suðvesturlandi landi vegna rigninga en í nótt taka gildi gular viðvaranir við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendinu vegna hvassviðris.
Gul veðurviðvörun er í gildi á Suður og Suðvesturlandi landi vegna rigninga en í nótt taka gildi gular viðvaranir við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendinu vegna hvassviðris. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið.

Viðvörunin tekur gildi á Breiðafirði klukkan tvö í nótt og er í gildi til klukkan ellefu. Búast má við roki á bilinu 13 til 18 m/s en mjög snörpum vindhviðum við fjöll einkum á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og á Barðaströnd. 

Sama gildir um Vestfirði og á Ströndum og Norðurlandi vestra en þar tekur viðvörunin gildi í nótt og varir fram til um þrjú eftir hádegi á morgun. Á miðhálendinu er það sama í kortunum, viðvörunin tekur gildi í nótt og varir til hádegis. Þar er varað við snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll og sandfoki norðan Vatnajökuls. 

Fólk er varað við því að vera á ferðinni á bílum sem taka á sig mikinn vind og að aka varlega með aftaní vagna. Þá er útivistarfólk varað við óþarfa feðrum á Miðhálendið.


Tengdar fréttir

Allt á floti á Selfossi

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta.

Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar

Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð.

Haugarigning á Suðurlandinu og gul viðvörun í gildi

Útlit er fyrir hellidembu á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gul­ar viðvar­an­ir eru enn í gildi vegna úr­komu sunn­an­til á land­inu og hvassviðris á Miðhá­lend­inu og verða fram á kvöld hið minnsta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.