Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 10:42 Tvær gjörólíkar spár hafa verið gefnar upp fyrir verslunarmannahelgina. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verður ofan á. Vísir/Sigurjón Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á. Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á.
Veður Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Sjá meira