Veður

Veðrið best á Suðausturlandi í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Veðrið verður einna best á suðausturlandi í dag, þar sem er spáð ágætis hita og þurru veðri.
Veðrið verður einna best á suðausturlandi í dag, þar sem er spáð ágætis hita og þurru veðri. Skjáskot

Veðurstofan spáir norðlægri átt og rigningu á köflum á Norðurlandi en segir úrkomulítið fyrir sunnan og vestlægari átt. Í kvöld á að draga úr úrkomu og hiti á landinu verði í dag á bilinu sjö til sautján gráður, þar af hlýjast á Suðausturlandi.

Næstu daga spáir Veðurstofan nokkuð svipuðu veðri. Á morgun er spáð smáskúrum og breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu. Seinnipartinn verði rigning samfelldari á sunnanverðu landinu. Hiti verði á bilinu tíu til fimmtán stig. Á þriðjudag er spáð austlægri átt með rigningu sunnan- og austanlands en það verði úrkomulítið á norðan- og vestanverðu landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, en norðlægari vestan til. Rigning með köflum á austanverðu landinu, en annars dálitlar skúrir. Hiti níu til sextán stig, hlýjast vestan til.

Á miðvikudag: Norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og smáskúrir á víð og dreif og rigning austast, en bjart að mestu sunnanlands. Hiti átta til sautján stig, hlýjast sunnan til.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Fremur hæg vestlæg átt, væta öðru hvoru og áfram milt veður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.