Veður

Skýjað í dag og skúrir um allt land

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ský og rigning virðist vera uppskriftin næstu daga þó hiti haldist ágætlega hár.
Ský og rigning virðist vera uppskriftin næstu daga þó hiti haldist ágætlega hár. Skjáskot

Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu.

Á vef Veðurstofunnar segir um veðurhorfur í dag að það verði suðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu og skúrir í flestum landshlutum.

Á morgun verði vestan og norðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu en átta til fimmtán metrar á sekúndu suðaustanlands. Víða verði skúrir eða rigning en það sé úrkomulítið sunnan og vestan til. Annað kvöld dragi úr úrkomu og hitastigið verðir þrettán til átján stig fyrir sunnan en sjö til þrettán fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en austan 5-10 m/s og lítils háttar rigning syðst um kvöldið. Hiti tíu til fimmtán stig.

Á þriðjudag: Austlæg átt, 3-10 m/s, en norðlægari vestan til. Víða rigning með köflum, einkum sunnan- og austanlands. Hiti níu til sextán stig, hlýjast suðvestan til.

Á miðvikudag: Norðvestlæg átt, 3-10 m/s og smáskúrir á víð og dreif. Hiti átta til sautján stig, hlýjast sunnan til.

Á fimmtudag og föstudag: Fremur hæg vestlæg átt, væta öðru hvoru og áfram milt veður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.