Íslenski boltinn

Alls mæta 1600 kepp­endur á eina al­þjóða knatt­spyrnu­mót Ís­lands

Úrslitaleikir Rey Cup fara fram á Laugardalsvelli.
Úrslitaleikir Rey Cup fara fram á Laugardalsvelli. Rey Cup

Dagana 20. til 24. júlí stendur ReyCup yfir í Laugardalnum fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna. ReyCup er stærsta og eina alþjóðlega knattspyrnumót Íslands. Þetta árið taka 1600 keppendur þátt.

Fjölmörg erlend lið hafa tilkynnt þátttöku sínu á mótinu. Í ár mæta mæta Fulham, Brighton & Hove Albion, Bodö/Glimt, Stoke City, Fleetwood Town og H.E.A.D.S Canada til leiks á ReyCup.

Dagskrá mótsins í heild sinni má sjá á heimasíðu mótsins reycup.is og á samfélagsmiðlum mótsins. Þar verða leikir og riðlar tilkynntir í vikunni.

Brighton & Hove Albion mætir til leiks.Rey Cup

Leikir mótsins fara fram á völlum Þróttar í Laugardalnum, Fram í Safamýri, auk þess sem leikið verður á Leiknisvelli í nokkra daga þar sem nýir gervigrasvellir Þróttar á Valbjarnarvelli eru ekki tilbúnir. Úrslitaleikir fara svo fram á Laugardalsvelli að venju.

Eins og ávallt ríkir mikil spenna fyrir mótinu og verður dagskráin hin glæsilegasta þetta árið. Opnunarhátíð verður haldin miðvikudaginn 20. júli kl.18:15 þar sem Jói P og Króli koma fram. Opnunarhátíðin hefst á skrúðgöngu frá Laugardalshöllinni og mun lúðrasveitin Svanur leiða hana og verður Greypur Hjaltason kynnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×