Erlent

Borgar­full­trúi hand­tekinn í Moskvu vegna and­stöðu við stríðið

Heimir Már Pétursson skrifar
Yashin er búinn að mótmæla ákærunni.
Yashin er búinn að mótmæla ákærunni. AP/Dmitry Serebryakov

Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Yashin er einn fárra sem hefur vogað sér að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu og tala um stríð en ekki „sérstaka hernaðaraðgerð“. Nú er hann sakaður um að dreifa falsfréttum um herinn sem varðað getur allt að 15 ára fangelsi.

Hann var handtekinn án útskýringar í lok júní þar sem hann sat á bekk í almenningsgarði með vini sínum. Hópur fólks kom saman við dómshúsið í morgun til að mótmæla ákærunni.

Maria Eysmont lögmaður Yashin segir hann hafa mótmælt ákærunni, en innihald hennar hafi enn ekki verið birt honum.

„Í samræmi við 91. og 92. gr. hegningalaga skrifaði Yashin að hann mótmælti varðhaldinu þar sem það væri ólöglegt. Það væri byggt á stjórnmálaskoðunum og að hann skildi ekki hvað lægi að baki sakagiftum þar sem ákæran verði ekki lögð fram fyrr en á morgun,“ sagði lögmaðurinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×