Segir milljón manna her munu hrekja Rússa frá suðurströndinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 10:23 Yfirvöld í Úkraínu hafa ítrekað gefið það til kynna undanfarna daga að umfangsmikil gagnárás sé í undirbúningi. Sérfræðingar efast um getu hersins til að hrekja Rússa aftur frá suðurströndinni á sama tíma og harðir bardagar standa yfir í austurhluta landsins. epa/Leszek Szymanski Úkraínumenn hyggjast láta milljón manna her, vopnaðan hergögnum frá Vesturlöndum, hrekja Rússa aftur frá hernumdum svæðum landsins. Þetta segir varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov. Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Reznikov sagði í viðtali við The Times að Bretar hefðu átt stóran þátt í þeirri stefnubreytingu Vesturlanda að hætta að sjá Úkraínumönnum aðeins fyrir vopnum frá tíma Sovétríkjanna og fara að senda þeim hergögn sem Atlantshafsbandalagsríkin nota í dag. Hann sagði mikla þörf á að hraða vopnasendingum til landsins. „Það eru um það bil 700 þúsund manns í hernum og þegar þú bætir við þjóðvarnarliðinu, lögreglu og landamæravörðum erum við yfir milljón,“ sagði ráðherrann. Það væri gríðarlega mikilvægt efnahag landsins að taka aftur strandlengjuna við Svartahaf. Jack Watling, sérfræðingur við Royal United Services Institute, segir yfirlýsingu varnarmálaráðherrans þó meira heróp en raunverulega áætlun. „Þetta eru ekki milljón manns sem munu taka þátt í gagnárás,“ sagði Watling í samtali við BBC. Hann ítrekar að Úkraínumenn muni ekki vilja fara hátt með raunverulegar fyrirætlanir sínar en yfirlýsingunni sé ef til vill ætlað að fá Rússa til að verja meiri mannskap í að verja svæðin. Jonathan Beale, sérfræðingur BBC í varnarmálum, segir staðreynd málsins þá að hersveitir Úkraínu séu flestar bundnar í átökum í austurhluta landsins. Fjöldi hermanna hafi fallið á síðustu vikum og allsendis óvíst hvort Úkraínumenn hafa burði, eins og sakir standa, til að ráðast í gagnárás. Úkraínumenn gætu lært af þeim mistökum sem Rússar gerðu í upphafi innrásarinnar; að heyja ekki stríð á of mörgum víglínum í einu. Umfjöllun BBC.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira