Man City staðfestir Phillips sem fær sex ára samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 15:01 Kalvin Phillips er nýjasti leikmaður Manchester City. Twitter@ManCity Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Phillips hefur verið orðaður við Man City undanfarna mánuði en snemma var ljóst að Pep Guardiola, þjálfari liðsins, vildi fá Phillips til að leysa hinn brasilíska Fernandinho af hólmi. He's here! pic.twitter.com/8QxJ6gbueQ— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Phillips hefur spilað með Leeds United allan sinn feril en það var ekki fyrr en Marcelo Bielsa tók við sem þjálfari þess að Phillips fór að vekja almenna athygli. Hann var hreint út sagt frábær er Leeds mætti með látum upp í úrvalsdeildina á þar síðustu leiktíð. Ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn fastamaður í enska landsliðinu og fór hann alla leið í úrslitaleik EM 2020 með liðinu. Þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli á síðustu leiktíð og vera töluvert frá sínu besta, líkt og allt Leeds-liðið, þá ákvað Man City samt að spreða á bilinu 42-45 milljónum punda í leikmanninn en fjölmiðlar ytra eru ekki á allt sammála um kaupverðið. Það er hins vegar ljóst að Phillips hefur skrifað undir sex ára samning í Manchester. „Man City hefur sýnt og sannað að þeir eru besta lið landsins ásamt því að þjálfarinn er talinn einn sá besti í heiminum. Að geta spilað undir stjórn Pep, lært af honum sem og þjálfarateymi félagsins er eitthvað sem ég er mjög spenntur fyrir,“ sagði Phillips meðal annars í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester City. "It s one of the main reasons I wanted to come to City, to improve my game in loads of different ways" Watch @Kalvinphillips' first City interview! pic.twitter.com/Cryt0KxJtA— Manchester City (@ManCity) July 4, 2022 Kalvin Phillips er fjórði leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar. Stærstu kaupin voru norski framherjinn Erling Braut Håland en félagið hafði einnig keypt argentískan framherja að nafni Julián Álvarez og markvörðinn Stefan Ortega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira