Enski boltinn

Aftur fær Sout­hampton leik­mann frá Man City

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roméo Lavia í leik með U-23 ára liði Manchester City.
Roméo Lavia í leik með U-23 ára liði Manchester City. Visionhaus/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hefur fest kaup á hinum 18 ára gamla Roméo Lavia. Er hann annar leikmaðurinn sem Southampton kaupir frá Manchester City í þessum félagaskiptaglugga.

Ekki er langt síðan Dýrlingarnir festu kaup á írska landsliðsmarkverðinum Gavin Bazunu. Sá er aðeins tvítugur að aldri og hefur aldrei leikið í ensku úrvalsdeildinni. Það mun breytast er næsta tímabil hefst þar sem hann er hugsaður sem aðalmarkvörður Southampton.

Ralph Hasenhüttl, þjálfari Southampton, hefur nú ákveðið að leita aftur í leikmannahóp Man City og sjá hvað er í boði. Þar fann hann 18 ára gamlan belgískan miðjumann að nafni Roméo Lavia. Er sá nú orðinn að leikmanni Dýrlinganna.

Talið er að kaupverðið sé um 10 milljónir punda og er klásúla í samningnum sem gerir Man City kleift að kaupa leikmanninn til baka fyrir fyrir fram ákveðna upphæð.

Southampton hefur verið duglegt að leita yngri leikmenn stærri félaga að undanförnu og sótti til að mynda hægri bakvörðinn Tino Livreamento frá Chelsea sumarið 2021. Einnig kom framherjinn Armando Broja þá á láni frá Chelsea. Í sumar hefur Southampton leitað til Man City og hver veit nema það leiti til Liverpool eftir ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.