Enski boltinn

United að kaupa Malacia en nýr umboðsmaður hefur aukið flækjustigið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tyrell Malacia er að ganga í raðir Manchester United.
Tyrell Malacia er að ganga í raðir Manchester United. Matteo Ciambelli/vi/DeFodi Images via Getty Images

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Feyenoord um kaupin á bakverðinum Tyrell Malacia. Leikmaðurinn skipti þó um umboðsmann og flækjustig samningaviðræðnanna hefur því aukist.

Þessi 22 ára Hollendingur var með sama umboðsmann og Frenkie de Jong sem United er einnig að reyna að fá í sínar raðir. Malacia vildi hins vegar að fjölskyldumeðlimur myndi sjá um sín mál og flækjustigið við samningsmálin jókst því í kjölfarið á þeim skiptum. Samkvæmt heimasíðu breska ríkisútvarspins er hins vegar búið að greiða úr flækjunni.

United mun greiða 13 milljónir punda fyrir leikmanninn, en hann var lengi vel undir smásjánni hjá franska liðinu Lyon áður en United lét vita af áhuga sínum.

Malacia hefur leikið allan sinn feril með hollenska liðinu Feyenoord og hefur hann spilað 98 deildarleiki fyrir félagið. Hann á einnig að baki fimm leiki fyrir hollenska landsliðið.

Hann verður fyrsti leikmaðurinn sem nýráðni knattspyrnustjórinn Erik ten Hag fær til félagsins, en margir stuðningsmenn United hafa beðið óþreyjufullir eftir því að sjá eitthvað gerast á leikmannamarkaðnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.