Enski boltinn

United nálægt því að stela Malacia af Lyon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyrell Malacia í landsleik með Hollandi.
Tyrell Malacia í landsleik með Hollandi. getty/Geert van Erven

Manchester United virðist vera búið að ranka við sér á félagaskiptamarkaðnum, allavega ef marka má heimildir fótboltavéfréttarinnar Fabrizio Romano.

Hann greinir frá því að United nálgist samkomulag við Barcelona vegna Frenkies de Jong. Ekki nóg með það heldur freistar United þess að „stela“ hollenska vinstri bakverðinum Tyrell Malacia af Lyon.

Malacia hafði gert munnlegt samkomulag við Lyon en United kom inn í myndina áður en hann skrifaði undir samning við franska félagið. Malacia og De Jong deila sama umboðsmanni.

Malacia, sem er 22 ára, hefur leikið með Feyenoord allan sinn feril, alls 136 leiki og skorað fjögur mörk. Hann hefur leikið fimm leiki fyrir hollenska landsliðið.

Tveir vinstri bakverðir eru á mála hjá United, þeir Luke Shaw og Alex Telles.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.