Clowes keypti heimavöll Derby, Pride Park, síðastliðinn föstudag af fyrrum eiganda félagsins, Mel Morris. Í kjölfarið tilkynnti hann um áform sín um að ætla sér að reyna að kaupa félagið. Clowes rekur fasteignafélagið Clowes Dvelopments.
A busy day at Derby! 👀
— BBC Sport (@BBCSport) June 26, 2022
David Clowes has had a bid for the club accepted after Liam Rosenior was appointed interim manager.#BBCFootball
Derby County var sett í greiðslustöðvun í september á seinasta ári vegna mikilla fjárhagsörðuleika. Alls var 21 stig dregið af Derby og liðið féll að lokum úr ensku B-deildinni.
Wayne Rooney sagði svo starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins lausu á dögunum, en Liam Rosenior hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri liðsins.