Útibúi Danske bank í Tallín í Eistlandi. Talið er að það hafi verið notað til þess að þvætta gríðarlegar fjárhæðir, meðal annars fyrir rússneska ólígarka.Vísir/EPA
Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi litháska konu í fjögurra ára og eins mánaðar fangelsi vegna margmilljarða peningaþvættis í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi. Konan afplánar fyrir hátt í fjögurra ára fangelsisdóm vegna annars peningsþvættismáls.
Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú starfsemi útibús Danske bank í Eistlandi en það er talið hafa tekið þátt í einu stærsta peningaþvættismáli sem sögur fara af. Áætlað er að meira en 200 milljarða evra, jafnvirði hátt í 28 þúsund milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum útibúið. Því hefur nú verið lokað.
Konan sem var dæmd í fangelsi í dag heitir Camilla Christiansen og er 49 ára gamall lítháskur ríkisborgari. Hún starfaði fyrir ráðgjafarfyrirtæki en játaði sig seka um að hafa þvættað í kringum fjóra milljarða evra, jafnvirði um 557 milljarða íslenskra króna, í gegnum fjörutíu samlagsfélög. Öll félögin voru með reikning í eistneska útibúi Danske bank frá 2008 til 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Christiansen verður vísað frá Danmörku eftir að hún afplánar fangelsisdóma sína.
Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka geta nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.
Rannsókn á stórfelldu peningaþvætti í útibúi danska bankans í Eistlandi beinist nú að mun hærri fjárhæðum en áður.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.