Viðskipti erlent

Færa út kvíarnar í rannsókn á peningaþvætti Danske bank

Kjartan Kjartansson skrifar
Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins.
Útibú Danske bank í Tallin í janúar í fyrra. Bankanum var úthýst frá Eistlandi vegna peningaþvættishneykslisins. Vísir/EPA

Saksóknarar í Eistlandi hafa útvíkkað rannsókn sína á peningaþvætti sem fór fram í gengum útibú Danske bank í landinu og nær hún nú til millifærslna á allt að tveimur milljörðum dollara, jafnvirði 246 milljarða íslenskra króna. Fleiri lönd, þar á meðal Bandaríkin, taka þátt í rannsókninni.

Upphaflega beindist rannsóknin að mögulegu þvætti á um 300 milljónum dollara, jafnvirði um 37 milljarða íslenskra króna. Nú rannsaka saksóknararnir fleiri en tíu tilfelli þar sem allt að tveir milljarðar dollara voru í spilunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er þó aðeins brot af þeim um 220 milljörðum dollara sem grunur leikur á að hafi verið þvættaðir í gegnum útibú danska bankans í Tallin.

Auk rannsóknarinnar í Eistlandi vofa háar sektir yfir Danske bank í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar eru sögð taka þátt í eistnesku rannsókninni ásamt fleiri löndum.

Tíu fyrrverandi starfsmenn útibús Danske bank í Tallin voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi átt þátt í peningaþvættinu árið 2018. Hlutabréf í Danske hafa rýrnað um meira en helming frá því að ásakanirnar um stórfellt peningaþvætti komust í hámæli.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður

Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,93
1
146
EIM
0,84
10
626.896
SIMINN
0,82
13
430.878
HAGA
0,36
6
22.555
ISB
0,33
49
234.213

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,96
6
340.020
ORIGO
-1,47
20
85.083
ICESEA
-1,29
5
6.298
REITIR
-1,16
10
63.363
ARION
-0,81
41
695.234
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.