Haft er eftir saksóknaranum Per Fiig að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós að stjórnarmennirnir hafi ekki gerst sekir um brot á lögum um peningaþvætti. Rannsóknin hafi ekki leitt í ljós að þeir hafi gerst sekir um svo stórkostlegt gáleysi í störfum sínum að það varði við lög um peningaþvætti.
DR segir ekki ljóst hvort að fyrrverandi forstjóri bankans, Thomas Borgen, eða fjármálastjórinn fyrrverandi, Henrik Ramlau-Hansen, séu í hópi þeirra, mál hverra hafa verið fell niður.
Borgen lét af stöðu forstjóra árið 2018 eftir að rannsókn leiddi í ljós að um 200 milljarðar evra hafi um árabil verið þvættaðir í útibúi Danske Bank í Eistlandi. Peningurinn kom frá ólöglegri starfsemi í Rússlandi.
Fiig tók ekki fram hvort mál allra einstaklinga hafi verið felld niður. Rannsókn á hendur bankanum stendur þó enn yfir og gæti hann átt yfir höfði sér háar sektargreiðslur, meðal annars í Bandaríkjunum.