Erlent

49 ára kona á­kærð fyrir að þvætta 540 milljarða króna

Atli Ísleifsson skrifar
Konan, sem er litháískur ríkisborgari, afplánar nú þegar fangelsisdóm vegna annars peningaþvættismáls.
Konan, sem er litháískur ríkisborgari, afplánar nú þegar fangelsisdóm vegna annars peningaþvættismáls. Vísir/Vilhelm

Lögregla í Danmörku hefur ákært 49 ára konu fyrir að hafa reynt að þvætta 29 milljarða danskra króna, um 540 milljarða íslenskra, meðal annars fyrir rússneska auðmenn.

DR segir frá málinu þar sem fram kemur að konan hafi játað sök þegar hún mætti fyrir dómara í Kaupmannahöfn í morgun.

Fram kemur að konan heiti Camilla Christiansen og hafi starfað hjá ráðgjafarstofunum Cph Consulting og svo Dan Consulting, þar sem hún var titluð forstjóri.

Fram kemur að hún hafi þó í raun starfað sem strámaður innan félaganna sem haldið hafi utan um fjörutíu dönsk samlagsfélög. Eina hlutverkið hafi þó verið að fela raunverulega eigendur peningastreymi félaganna frá yfirvöldum í Danmörku og erlendis.

„Félögin voru þannig sett upp að færslunum var haldið leyndum frá yfirvöldum í Danmörku, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi, og þannig komust menn hjá því að greiða skatt,“ sagði konan í réttinum í morgun.

Saksóknarnar segja málið af áður óþekktri stærðargráðu í Danmörku. Ekki sé talið að Christiansen hafi verið höfuðpaur starfseminnar, en hafi þó átt sinn þátt í að fela slóð peningana.

Konan, sem er litháískur ríkisborgari, afplánar nú þegar fangelsisdóm vegna annars peningaþvættismáls.

Reiknað er með að dómur falli í málinu þann 23. júní næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×