Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júní 2022 23:26 Indverskir hermenn hjálpa þorpsbúum í Jalimura, vestan við Gauhati-borg í Indlandi. AP Photo/Anupam Nath Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða. Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða.
Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira