Veður

Gular við­varanir í gildi vegna hvass­viðris og lítið ferðaveður

Eiður Þór Árnason skrifar
Veðurguðirnir virðast ekki ætla að vera með landsmönnum í liði í dag. 
Veðurguðirnir virðast ekki ætla að vera með landsmönnum í liði í dag.  Vísir/Vilhelm

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Ekkert ferðaveður er fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind.

Í dag er spáð hvassri norðvestanátt á mestöllu landinu, átta til fimmtán metrum á sekúndu en hægari vindi norðvestanlands. Hvassara suðaustantil, fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. 

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni verður ansi hvasst í vindstrengjum suðaustanlands, eða um og yfir tuttugu metrum á sekúndu með enn hvassari hviðum. Nánar má lesa um veðurviðvarirnar á vef Veðurstofunnar.

Gert er ráð fyrir að það dragi úr vindi eftir hádegi, fyrst vestanlands. Yfirleitt bjart veður í dagmeð köflum og þurrt, en rigning norðaustanlands fram eftir degi. Vestlæg átt fimm til tíu metrar á sekúndu í kvöld en norðvestan átta til fimmtán austantil. Hiti frá fimm stigum norðanlands upp í nítján stig á Suðausturlandi.

Suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu er spáð á morgun. Hvassast norðanlands, en heldur hægari vindur síðdegis. Rigning með köflum í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn og síðan norðantil síðdegis. Hiti tíu til 22 stig, hlýjast austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðanlands, en heldur hægari síðdegis. Rigning með köflum í flestum landshlutum, vestanlands fyrripartinn og síðan norðantil síðdegis. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.

Á mánudag: Fremur hæg breytileg átt, skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Milt veður.

Á þriðjudag (sumarsólstöður): Vestlæg eða breytileg átt og skýjað en þurrt sunnanlands en bjart að mestu anars staðar. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Suðvestanátt og lítilsháttar væta en snýst síðar í norðlæga átt. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á föstudag: Útlit fyrir norðlæga átt og úrkomu um norðanvert landið en þurrt og bjartara veður sunnantil. Svalt í veðri fyrir norðan en hiti breytist lítið sunnanlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×