Enski boltinn

Tottenham gengur frá kaupum á Bissouma

Atli Arason skrifar
Bissouma með treyju Tottenham
Bissouma með treyju Tottenham Sky Sports

Tottenham hefur staðfest þriðju félagaskipti liðsins það sem af er sumri. Yves Bissouma kemur til liðsins frá Brighton á 35 milljónir punda.

Tottenham hefur nú þegar tilkynnt komu þeirra Ivan Perisic og Fraser Forster til liðsins og Bissouma bætist nú í þann hóp nýrra leikmanna. Bissouma skrifar undir fjögurra ára samning við Tottenham.

Tottenham greiðir Brighton 25 milljónir punda fyrir þennan eftirsótta miðjumann en 10 milljónir gætu bæst við í árangurstengdum viðbótargreiðslum.

Þessi 25 ára leikmaður frá Malí átti einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton en Arsenal, Aston Villa og Everton voru meðal þeirra liða sem höfðu einnig áhuga á Bissouma.

Þrátt fyrir að vera búið að bæta við sig fleiri leikmönnum en flest önnur lið í ensku úrvalsdeildinni það sem af er sumri er Tottenham þó ekki hætt á félagaskipta markaðinum. Djed Spence, bakvörður Middlesbrough, er sagður vera kominn langt í viðræðum við Lundúnafélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×