ESB staðfestir Úkraínu væntanlega sem umsóknarríki í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2022 19:21 Volodymyr Zelenskyy og Ursula Von der Leyen ræddu ýmis skilyrði sem Úkraína þarf að uppfylla fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu á fundi þeirra í dag. AP/Natacha Pisarenko Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur álit sitt á aðildarumsókn Úkraínu að sambandinu í lok næstu viku. Harðir bardagar geisa í austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn er farið að skorta vopn. Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Ursula von der Leyen kom öðru sinni til fundar við forseta Úkraínu í Kænugarði í dag til að ræða aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Gífurlega harðir stórskotaliðsbardagar eiga sér stað í Donbas héraði þessa dagana þar sem Úkraínumenn eru að verða uppiskroppa með allt frá skotfærum upp í þungavopn. Rússar eru taldir hafa allt að fimmtán sinnum fleiri stórskotbyssur og eldflaugakerfi en Úkraínumenn sem bíða enn slíkra vopna frá Bandaríkjunum og Evrópu. Volodymyr Zelenskyy segir þá miklu bardaga sem nú standi yfir í Donbas geta ráðið úrslitum um framtíð friðar í Evrópu.AP/Natacha Pisarenko Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði von der Leyen fyrir sex pakka Evrópusambandsins af refsiaðgerðum gegn Rússum en sagði að gera þyrfti meira. Loka þyrfti ástarfsemi allra rússneskra banka og banna viðskipti við öll rússnesk fyrir tæki sem meira og minna styddu stríðsreksturinn. „Nú er úrslitastundin runnin upp, ekki bara fyrir Úkraínu heldur einnig fyrir Evrópusambandið og alla Evrópu. Nú ræðst það hvernig framtíð sameinaðrar Evrópu verður og hvort hún á sér yfirhöfuðeinhverja framtíð. Rússar vilja brjóta niður einingu Evrópuríkja svo Evrópa verði klofin og veik. Við erum sannfærðir um að öll Evrópa er skotmark Rússa,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með van der Leyen í dag. Úkraínuforseti segir stórveldisdrauma Vladimirs Putins forseta Rússlands ná langt út fyrir Úkraínu.AP/Mikhail Klimentyev Úkraína væri aðeins fyrsta skrefið í útþensluáætlunum Rússa. Jákvætt svar við umsókn Úkraínu að Evrópusambandinu gæti því ráðið miklu um framtíð álfunnar. Van der Leyen lýsti yfir fullum stuðningi Evrópusambandsins við Úkraínu. Undanfarið hefðu sambandsins lagt dag við nótt að fara yfir ráðleggingar sínar varðandi aðildarumsókn Úkraínu. „Viðræðurnar í dag munu gera okkur kleift að ljúka við mat okkar í lok næstu viku,“ sagði von der Leyen. Ursula von der Leyen skoðaði sig um á Maidan torgi í Kænugarði eftir fund sinn með Zelenskyy forseta í dag.AP/Natacha Pisarenko Úkraínumenn hefðu staðið sig vel í að uppfylla þau skilyrði sem sambandið setti ríkjum til að fá formlega stöðu umsóknarríkis. „Úkraínumenn hafa sýnt af sér ótrúlegan styrk, ákveðni og þrek. Svo ég er sannfærð um að við munum saman...Þið munuð sigra í þessu hræðilega, grimmilega stríði. Við munum og þið munuð endurreisa þetta fallega land og nútímavæða Úkraínu og ég vil bara segja að við stöndum með ykkur. Lifi Úkraína,“ sagði Ursula von der Leyen í Kænugarði í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20 Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði. 11. júní 2022 09:20
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14