Veður

Leifar af hvass­viðri gær­dagsins enn með suður­strönd landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, þar sem svalast verður fyrir norðan og hlýjast á Suður- og Vesturlandi.
Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, þar sem svalast verður fyrir norðan og hlýjast á Suður- og Vesturlandi. Vísir/Vilhelm

Leifar af hvassviðri gærdagsins eru enn með suðurströnd landsins og eru gular viðvaranir í gildi þar fram á eftirmiðdag, til klukkan 14 á Suðurlandi og klukkan 16 á Suðausturlandi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði rigning þar og austanlands, jafnvel talsverð á Austfjörðum. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, þar sem svalast verður fyrir norðan og hlýjast á Suður- og Vesturlandi.

„Annars norðlæg átt 5-13 m/s, úrkomulítið norðantil og bjart að mestu á Suðvestur- og Vesturlandi.

Norðlægari og dálítið hægari vindur á morgun, 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum um norðanvert landið en þurrt og bjart með köflum sunnantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 12 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg átt, víða 5-10 m/s og rigning með köflum norðan- og austantil. Líkur á stöku síðdegisskúrum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag (sjómannadagurinn): Norðlæg átt 5-10 og dálítil úrkoma norðanlands en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Suðaustlæg átt 5-10 og rigning um sunnan- og vestanvert landið en skýjað að mestu og þurrt norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og víða rigning en léttir til seinnipartinn, fyrst suðvestanlands. Úrkomulítið og bjartara yfir norðaustantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og lítilsháttar rigning sunnanlands en þurrt og bjart norðantil. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Útlit fyrir áframhaldandi suðlæga átt, úrkomu sunnantil en þurrt og bjart fyrir norðan. Síðdegisskúrir í flestum landshlutum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×