Southampton og Man United í sérflokki þegar kom að því að spila táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Armando Broja og Tino Livramento hófu síðasta tímabil ensku úrvalsdeildarinnar sem táningar. Sá síðarnefndi er enn aðeins 19 ára gamall. Robin Jones/Getty Images Á síðustu leiktíð var Southampton eina félag ensku úrvalsdeildarinnar sem spilaði leikmönnum yngri en tvítugt í samtals meira en 2000 mínútur. Á sama tíma fengu engir leikmenn undir tvítugt tækifæri hjá Chelsea, Burnley, Leicester City og Newcastle United. Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Íþróttamiðillinn The Athletic hefur tekið saman hvaða félög í ensku úrvalsdeildinni spiluðu táningum - það er leikmönnum undir tvítugt - hvað mest á liðnu tímabili. Southampton er algjörlega í sérflokki með 2222 mínútur samtals. Að vissu leyti getur Southampton þakkað Chelsea fyrir þessar 2222 mínútur þar sem þær koma aðallega frá tveimur leikmönnum og hvorugur er uppalinn hjá félaginu. Hinn 19 ára gamli Tino Livramento var keyptur frá Chelsea fyrir tímabilið og endaði á að spila stóra rulla í hægri bakverði liðsins. Hann meiddist illa undir lok tímabils en hafði fram að því spilað nær alla leiki liðsins. Þá kom Armando Broja á láni frá Chelsea en hann náði að spila þónokkrar mínútur áður en hann varð tvítugur þann 10. september á síðasta ári. Í öðru sæti listans er Manchester United með alls 1527 mínútur. Mason Greenwood hóf tímabilið sem lykilmaður liðsins en eftir að í ljós kom að hann hafði beitt þáverandi kærustu sían bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi var hann settur til hliðar. Litlar sem engar líkur er á því að hann spili aftur fyrir félagið. Hinn sænski Anthony Elanga fékk þá óvænt tækifæri og spilað töluvert magn af leikjum á síðari hluta tímabilsins. Ásamt honum fengu táningarnir Hannibal Mejbri, Shola Shoretire og Alejandro Garnacho mínútur hér og þar. Hér má sjá listann sem The Athletic tók saman.The Athletic Líkt og má sjá á myndinni hér að ofan þá var Norwich City í 3. sæti listans á meðan Liverpool væri mögulega hærra ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Harvey Elliott. Manchester City er í 10. sæti, Arsenal sæti neðar og Tottenham Hotspur í 16. sæit með aðeins þrjár mínútur alls. Þá fengu táningar aldrei tækifæri með Burnley, Chelsea, Leicester City og Newcastle United á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira