Veður

Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn á landinu verður á bilinu sjö til sextán stig.
Hitinn á landinu verður á bilinu sjö til sextán stig. Vísir/Vilhelm

Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku.

Á vef Veðurstofunnar segir að áttin sé suðvestlæg, ýmist gola eða kaldi og að hitinn verði á bilinu sjö til sextán stig og hlýjast á Austfjörðum.

„Í kvöld tekur við eilítið ákveðnari vestanátt, skúrir á víð og dreif og kólnar í veðri.

Á morgun lægir vind á landinu og léttir til víðast hvar og ættu því flestir landsmenn að sjá til sólar.“

Spákortið fyrir klukkan 10 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Vestan og norðvestan 3-8 m/s og léttir víða til, en 8-13 og lítilsháttar væta á Norður- og Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Suðvestan og vestan 8-13 og rigning eða súld, hiti 7 til 12 stig. Þurrt austanlands með hita að 16 stigum.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Norðlæg eða breytileg átt 3-10. Yfirleitt þurrt á landinu og bjart með köflum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Suðaustan 8-13 og dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi um kvöldið.

Á þriðjudag: Suðaustan og austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Bjartviðri norðan- og vestanlands með hita að 18 stigum, en dálítil rigning suðaustantil á landinu og svalara.

Á miðvikudag og fimmtudag: Austlæg átt og rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt fyrir norðan. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.