Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði tíu til átján stig að deginum, en svalara í þokuloftinu.
„Áfram fremur hægur vindur á morgun og væta af og til á sunnan- og vestanverðu landinu. Víða þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en þó líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, mildast norðaustantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Breytileg átt 3-10 m/s og væta með köflum. Víða þurrt og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 17 stig, mildast norðaustantil.
Á miðvikudag og fimmtudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig.
Á föstudag: Suðvestan 5-13 og rigning, en þurrt að kalla á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur): Sunnan- og suðaustanátt og súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Milt í veðri.