Enski boltinn

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kurt Zouma lék allan leikinn í 1-0 sigri West Ham gegn Watford í gær.
Kurt Zouma lék allan leikinn í 1-0 sigri West Ham gegn Watford í gær. Marc Atkins/Getty Images

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.

Lundúnaliðið ásamt hinum ýmsu dýraverndunarsamtökum sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau fordæma hegðun leikmannsins. Zouma sendi svo frá sér afsökunarbeiðni þar sem hann segir að þetta atvik sé einsdæmi.

Það ráku því margir upp stór augu þegar þeir sáu að Zouma var á sínum stað í byrjunarliði West Ham þegar liðið tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Varnarmaðurinn lék allan leikinn í 1-0 sigri.

David Moyes var spurður að því fyrir leik hvort að myndbandið hafi haft einhver áhrif á það hvort að Zouma væri í liðinu, en stjórinn sagði svo ekki vera.

„Nei, af því að hann er einn af okkar betri leikmönnum,“ sagði Moyes. „Þetta mál er í ferli og klúbburinn sér um það, en ég sé um fótboltahliðina.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.