Enski boltinn

Burnley með örlögin í eigin höndum eftir jafntefli gegn Aston Villa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ashley Barnes skoraði mark Burnley í kvöld.
Ashley Barnes skoraði mark Burnley í kvöld. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images

Burnley er í bílstjórasætinu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í kvöld.

Ashley Barnes kom gestunum í Burnley í 1-0 forystu með marki af vítapunktinum á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að Emiliano Buendia braut á Maxwel Cornet innan vítateigs.

Emiliano Buendia bætti þó fyrir mistök sín þegar hann jafnaði metin fyrir Astin Villa snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá John McGinn.

Gestirnir í Burnly komu sér svo í vandræði þegar Matthew Lowton lét reka sig af velli með beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir brot á Calum Chambers. Það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Burnley er því í 17. sæti fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig. Liðið hefur jafn mörg stig og Leeds sem situr í fallsæti, en er með mun betri markatölu og nægir því að fá jafn mörg stig og Leeds í lokaumferðinni til að tryggja áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.