Enski boltinn

Fall­draugurinn hvergi nærri horfinn eftir tvö rauð og tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Everton er enn í bullandi fallhættu.
Everton er enn í bullandi fallhættu. Peter Byrne/Getty Images

Everton tapaði 2-3 gegn Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Liðið missti tvívegis niður forystu og nældi sér í tvö rauð spjöld.

Everton hóf leikinn af krafti en eftir tíu mínútur skoraði Dominic Calvert-Lewin eftir undirbúning Richarlison. Aðeins átta mínútum síðar fékk Jarrad Branthwaite rautt spjald í liði heimamanna og Everton manni færri í rúmlega 70 mínútur.

Til að bæta gráu ofan á svart þá skoraði Seamus Coleman sjálfsmark og staðan 1-1 þegar 38 mínútur voru liðnar. Undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu og staðan 2-1 í hálfleik.

Yoane Wissa jafnaði metin þegar rúm klukkustund var liðin og tveimur mínútum síðar kom Rico Henry gestunum yfir. Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur leiksins en heimamenn voru aðeins níu eftir á vellinum er flautað var til leiksloka.

Í leit að jöfnunarmarki hafði Salomón Rondón verið sendur inn af bekknum en hann entist aðeins í fjórar mínútur þar sem hann lét einnig reka sig út af með rautt spjald.

Spennan á botni ensku úrvalsdeildarinnar er gríðarleg þegar liðin eiga flest tvo leiki eftir. Everton er í 16. sæti með 36 stig, Leeds United er með 35 og hefur leikið 37 leiki á meðan Burnley er í fallsæti með 34 stig eftir 36 leiki.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.