Veður

Lægð nálgast úr suð­vestri með rigningu eða slyddu

Atli Ísleifsson skrifar
Framan af degi verður suðaustan átta til þrettán metrar á sekúndu og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi.
Framan af degi verður suðaustan átta til þrettán metrar á sekúndu og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi. Vísir/Vilhelm

Lægð nálgast nú landið úr suðvestri og koma skilin að Suðvesturlandi fyrir hádegi og fara norðaustur yfir landið í dag.

Á vef Veðurstofunnar segir að framan af degi verði því suðaustan átta til þrettán metrar á sekúndu og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi. Hægari vindur og stöku él eða skúr í öðrum landshlutum.

„Eftir því sem líður á daginn snýst í suðvestanátt með skúrum eða slydduél sunnan- og vestanlands en norðan kaldi með snjókomu á norðanverðu landinu. Hiti á bilinu 3 til 8 stig en fyrstir víða í kvöld.

Á morgun verður svo vestan- og norðvestanátt, víða 5-13 m/s en allt að 22 m/s á Austfjörðum. Éljagangur norðan- og austanlands framan af degi en bjart með köflum í öðrum landshlutum en eftir hádegi þykknar upp með skúrum vestantil en að sama skapi léttir til á Norður- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestlæg átt 5-13 m/s. Él eða skúrir, einkum norðantil. Léttir til um austanvert landið er líður á daginn. Hiti í kringum frostmark, en að 7 stigum með suðurströndinni.

Á laugardag: Suðlæg átt, 5-10 m/s. Lítilsháttar skúrir vestanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag: Suðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast syðst. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig.

Á mánudag: Breytileg átt og rigning víða um land. Áfram milt í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir suðlæga átt og vætu, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.