Gekk inn á völlinn umvafin úkraínska fánanum og skoraði síðan í leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 11:01 Anna Petryk kom til Íslands vegna stríðsins í Úkraínu og er nú komin á blað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Úkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk lék í gær sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni og þetta var bæði góður dagur fyrir hana og Blikaliðið. Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum. Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Anna Petryk, sem mætti Breiðabliki í Meistaradeildinni síðasta haust þegar hún var leikmaður Zhytlobud-1, gekk til liðs við Breiðablik í mars eftir að hafa flúið stríðið í heimalandi sínu. Daglegt líf í Úkraínu fjarri því sem það var vegna innrásar Rússa, og fótboltinn er þar engin undantekning. Blikar höfðu sterka tengingu til Úkraínu eftir riðlakeppnina í haust og brugðust skjótt við þegar í ljós kom að þessi öfluga knattspyrnukona hefði áhuga á að koma til Breiðabliks. Petryk gekk inn á Kópavogsvöll í gær umvafin úkraínska fánanum til að sýna samstöðu með löndum sínum sem berjast fyrir framtíð landsins gegn innrás Rússa. Petryk var líka fljót að komast á blað í Bestu-deildinni því hún kom Breiðabliki í 2-0 með marki á átjándu mínútu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Blikar settu af henni á samfélagsmiðla þar sem sjá má Önnu með úkraínska fánann. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Anna Petryk er 24 ára gömul, fædd í höfuðborginni Kænugarði en bjó í borginni Maríupol fyrstu sautján árin og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki. Hún lærði í háskóla í Lviv í vesturhluta Úkraínu áður en hún fór til Kharkiv í austurhlutanum til þess að spila með Zhytlobud-1 Kharkiv, einu besta liði landsins. Petryk var þar í stóru hlutverki og meðal annars í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í haust. Petryk á að baki 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu, og einnig fjölda leikja með yngri landsliðum.
Besta deild kvenna Breiðablik Innrás Rússa í Úkraínu Kópavogur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira