Erlent

Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Stórstjarnan Johnny Depp hefur þegar misst hlutverk í tveimur bíómyndum eftir að réttarhöldin komust á dagskrá og ljóst er að ferillinn hans hefur beðið óafturkræfa hnekki. 
Stórstjarnan Johnny Depp hefur þegar misst hlutverk í tveimur bíómyndum eftir að réttarhöldin komust á dagskrá og ljóst er að ferillinn hans hefur beðið óafturkræfa hnekki.  AP Photo/Steve Helber

Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 

Umfjöllun fjölmiðla um réttarhöldin eru orðin að vinsælli dægradvöl um allan heim, enda bjóða þau upp á öll helstu innihaldsefni góðrar sögu: Frægt og fallegt fólk, kynlíf, glæpi og refsingu.

Leikaraparið kynntist árið 2009 við tökur á kvikmyndinni Rum Diaries. Þau giftu sig 2015, en skildu rúmu ári síðar og var sá skilnaður frekar subbulegur. Árið 2018 skrifaði Heard grein í Washington Post þar sem hún lýsir ofbeldi af hálfu ónafngreinds manns, sem augljóslega var Johnny Depp, og upphófst þar með mikið stríð með lögsóknum, stríðsfyrirsögnum og forsíðufréttum - sem stendur enn.

Ásakanir um ofbeldi á víxl

Yfirstandandi réttarhöld snúast um lögsókn Depp gegn Heard vegna greinarinnar, þar sem hann er sakaður um ofbeldi sem hann segist saklaus af. Honum hafði áður mistekist að sækja málið fyrir breskum dómstólum. Eins og gerist gjarnan í svona málum, þá eru báðar stjörnurnar neyddar til að bera öll leyndarmál sín á torg og heldur ókræsilegar beinagrindur koma flæðandi út úr skápunum. Þau saka hvort annað um ofbeldi, ferill þeirra beggja hefur boðið óafturkræfa hnekki. 

Drekkja, brenna og passa svo að hún sé dauð

Síðan hafa enn fleiri stjörnur dregist inn í málið, eins og Hollywoodleikarinn Paul Bettany, sem Depp átti í heldur ósmekklegum sms-samskiptum við árið 2013. Lögmaður Heard las hluta skilaboðanna upp fyrir dómi.

Rottenborn: „Brennum Amber!!! Þrjú upphrópunarmerki. Sérðu þetta?“

Depp: „Ég sé þetta.“

Rottenborn: „Svo skrifarðu meira eftir þetta. Ég vil biðjast afsökunar á orðfærinu sem ég þarf að nota í dag, því miður eigum við eftir að sjá mikið af gögnum með svona orðanotkun,“ segir J. Benjamin Rottenborn, lögmaður Heard. „Svo segirðu: Drekkjum henni áður en við brennum hana. Svo segirðu: Ég ætla að ríða brenndu líkinu á eftir til að ganga úr skugga um að hún sé dauð. Og þú skrifaðir þetta um konuna sem þú áttir svo eftir að giftast?“ 

Depp: „Já, ég gerði það.“

Bettany virðist hafa reynt að draga í land í samskiptunum og segir, að því er virðist í léttum tón, að þeir ættu nú að láta vera að brenna Amber. 


Tengdar fréttir

Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Am­ber Heard í dag

Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi.

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Am­ber Heard eignaðist dóttur

Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar.

Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts

Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi.

Johnny Depp tapar meið­yrða­máli gegn The Sun

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×