Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 12:16 Johnny Depp hefur verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood síðustu árin eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Getty Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum.
Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23