„Ég er svo spennt að deila þessum fréttum með ykkur. Fyrir fjórum árum ákvað ég að ég vildi eignast barn. Ég vildi gera það á mínum eigin forsendum. Ég kann núna að meta hvað það er róttækt fyrir konur að geta hugsað svona um mikilvægasta þátt örlaga okkar á þennan hátt,“ skrifaði Heard við Instagram færsluna.
Samkvæmt frétt People.com vísar hún í textanum líklegast til þess að hún eignaðist Oonagh með aðkomu staðgöngumóður.
„Ég vona að við komumst á þann stað að það sé talið eðlilegt að maður vilji ekki hring en vilji samt vöggu,“ skrifaði Heard.
Þá bætti hún því við að Oonagh hafi fæðst þann 8. apríl síðastliðinn. „Hún er upphafið á restinni af lífi mínu.“
Maki Heard er ljósmyndarinn Bianca Butti en þær nefndu dótturina í höfuðið á móður Heard, Paige, sem lést í maí síðastliðnum.