Lífið

Am­ber Heard eignaðist dóttur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heard deildi þessari mynd af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram.
Heard deildi þessari mynd af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram. Instagram

Leikkonan Amber Heard tilkynnti það á Instagram í dag að hún hafi eignast dóttur, sitt fyrsta barn, fyrir tólf vikum síðan. Stúlkan ber nafnið Oonagh Paige og segir Heard að Oonagh sé „upphafið á restinni af lífi“ hennar.

„Ég er svo spennt að deila þessum fréttum með ykkur. Fyrir fjórum árum ákvað ég að ég vildi eignast barn. Ég vildi gera það á mínum eigin forsendum. Ég kann núna að meta hvað það er róttækt fyrir konur að geta hugsað svona um mikilvægasta þátt örlaga okkar á þennan hátt,“ skrifaði Heard við Instagram færsluna.

Samkvæmt frétt People.com vísar hún í textanum líklegast til þess að hún eignaðist Oonagh með aðkomu staðgöngumóður.

„Ég vona að við komumst á þann stað að það sé talið eðlilegt að maður vilji ekki hring en vilji samt vöggu,“ skrifaði Heard.

Þá bætti hún því við að Oonagh hafi fæðst þann 8. apríl síðastliðinn. „Hún er upphafið á restinni af lífi mínu.“

Maki Heard er ljósmyndarinn Bianca Butti en þær nefndu dótturina í höfuðið á móður Heard, Paige, sem lést í maí síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Johnny Depp segir skilið við Fantastic Beasts

Leikarinn Johnny Depp hefur ákveðið að segja skilið við Fantastic Beasts kvikmyndaseríuna. Nokkrir dagar eru liðnir frá því að Depp tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn breska miðlinu The Sun vegna greinar sem hann birti þar sem Depp var sagður hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.