Lífið

Stefnir í einn dýrasta skilnaðinn í Hollywood

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim Kardashian West og Kanye West í París í mars á síðasta ári. Fyrsta heimsókn hennar í borgina frá því að hún varð fyrir líkamsárás , hótað lífsláti og skartgripir fyrir mörg hundruð milljónir teknir af hótelherbergi hennar. 
Kim Kardashian West og Kanye West í París í mars á síðasta ári. Fyrsta heimsókn hennar í borgina frá því að hún varð fyrir líkamsárás , hótað lífsláti og skartgripir fyrir mörg hundruð milljónir teknir af hótelherbergi hennar.  Getty/Marc Piasecki/GC Images

Skilnaður Kim Kardashian og Kanye West er yfirvofandi eins og miðlar um heim allan greina frá.

Hjónin eyddu ekki jólunum saman og hefur Kim Kardashian ekki sést með giftingahringinn í töluverðan tíma.

Vefsíðan Page Six greinir frá því að Kim sé búin að ráða lögmanninn Lauru Wasser til að annast skilnaðinn.

Meðal annarra þekktra kúnna Wasser eru Angelina Jolie og Johnny Depp.

Ef hjónin skilja verður þetta einn dýrasti skilnaðurinn í sögu Hollywood. Hjónin eru saman metin á 2,2 milljarða dollara eða því sem samsvarar 280 milljarða íslenskra króna.

Kanye er metinn á 165 milljarða og Kim Kardashian 114 milljarða króna. Hjónin eiga hús víðsvegar um Bandaríkin upp á hundrað milljónir dollara eða tæplega þrettán milljarða króna.

Saman eiga þau börnin North West, Chicago West, Psalm West og Saint West og má gera ráð fyrir því að barist verði um forsjá yfir börnunum. 

Kim er með tæplega tvö hundruð milljónir fylgjenda á Instagram og er ein allra stærsta samfélagsmiðlastjarna heims, ef ekki sú stærsta.

Hjónin giftu sig árið 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.