Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 11:00 Ralf Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við sem bráðabirgðastjóri Manchester United. Michael Regan/Getty Images Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við liðinu þrátt fyrir að gengið hafi ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Sjá meira
Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Sjá meira