Enski boltinn

Enginn með verri útkomu en Rangnick hjá United

Sindri Sverrisson skrifar
Ralf Rangnick fer í nýtt hlutverk hjá United eftir tímabilið.
Ralf Rangnick fer í nýtt hlutverk hjá United eftir tímabilið. Getty/Robbie Jay Barratt

Árangur Manchester United undir stjórn Þjóðverjans Ralfs Rangnick hefur verið slakur og er raunar sá versti hjá félaginu frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir tapið gegn fallbaráttuliði Everton um helgina hefur United aðeins unnið 47% leikja sinna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta undir stjórn Rangnicks. Leiðin hefur aðeins legið niður á við en ljóst er að Rangnick hættir í lok tímabils og verður ráðgjafi hjá United. Félagið er sagt vinna að því að fá Hollendinginn Erik ten Hag frá Ajax í stjórastarfið.

Rangnick tók við United af Ole Gunnar Solskjær í lok nóvember og undir hans stjórn hefur liðið leiki 17 deildarleiki en aðeins unnið átta.

Four Four Two skoðaði svo árangur knattspyrnustjóra United frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013, og hafði þá til skoðunar leiki United í öllum keppnum en ekki bara deildarleiki.

Sú skoðun leiddi einnig í ljós að árangur Rangnicks er sá versti, eða 40,9% sigurhlutfall.

Sigurhlutfall stjóra United eftir Ferguson-tímann:

  • 7. Ralf Rangnick - 22 leikir, 9 sigrar - 40,9%
  • 6. Ryan Giggs - 4 leikir, 2 sigrar - 50%
  • 5. Louis van Gaal - 103 leikir, 54 sigrar - 52,43%
  • 4. David Moyes - 51 leikur, 27 sigrar - 52,94%
  • 3. Ole Gunnar Solskjær - 168 leikir, 91 sigur - 54,17%
  • 2. Jose Mourinho - 144 leikir, 84 sigrar - 58,33%
  • 1. Michael Carrick - 3 leikir, 2 sigrar - 66,67%



Fleiri fréttir

Sjá meira


×