Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 11:00 Ralf Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við sem bráðabirgðastjóri Manchester United. Michael Regan/Getty Images Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við liðinu þrátt fyrir að gengið hafi ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Sjá meira
Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Sjá meira