Norðanátt, kalt og hvasst á stöku stað Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2022 07:16 Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna. Vísir/Vilhelm Veðurstofan spáir norðanátt í dag, víða kalda eða strekking, en hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan undir fjöllum. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að útlit sé fyrir dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hins vegar verði léttskýjað og sólríkt sunnan- og vestantil á landinu, þó sumir myndu segja að um sé að ræða gluggaveður. „Það fyrirbæri dregur nafn sitt af því að þegar horft er út um gluggann virðist vera hið besta veður, en þegar út er komið bítur kuldinn í norðan næðingnum í kinnar. Það er enda kaldur loftmassi yfir landinu og frost yfirleitt á bilinu 1 til 6 stig að deginum og kólnar enn frekar í nótt. Á morgun er síðan útlit fyrir hægari vind, áttin norðlæg eða breytileg. Þurrt og bjart nokkuð víða, en búast má við stöku éljum um landið norðaustanvert. Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Frost 2 til 7 stig yfir daginn, en frostlaust nærri suðurströndinni. Víða talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig að deginum, en frostlaust við suðvesturströndina. Á laugardag og sunnudag: Austan og norðaustan 5-13. Víða dálítil él, en líkur á snjókomu við suðvesturströndina. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á mánudag: Norðan 8-13. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt í veðri. Á þriðjudag: Austan- og norðaustanátt. Þurrt vestanlands, annars dálítil él eða skúrir. Hlýnar heldur. Veður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að útlit sé fyrir dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hins vegar verði léttskýjað og sólríkt sunnan- og vestantil á landinu, þó sumir myndu segja að um sé að ræða gluggaveður. „Það fyrirbæri dregur nafn sitt af því að þegar horft er út um gluggann virðist vera hið besta veður, en þegar út er komið bítur kuldinn í norðan næðingnum í kinnar. Það er enda kaldur loftmassi yfir landinu og frost yfirleitt á bilinu 1 til 6 stig að deginum og kólnar enn frekar í nótt. Á morgun er síðan útlit fyrir hægari vind, áttin norðlæg eða breytileg. Þurrt og bjart nokkuð víða, en búast má við stöku éljum um landið norðaustanvert. Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna,“ segir í tilkynningunni. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Frost 2 til 7 stig yfir daginn, en frostlaust nærri suðurströndinni. Víða talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig að deginum, en frostlaust við suðvesturströndina. Á laugardag og sunnudag: Austan og norðaustan 5-13. Víða dálítil él, en líkur á snjókomu við suðvesturströndina. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Á mánudag: Norðan 8-13. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt í veðri. Á þriðjudag: Austan- og norðaustanátt. Þurrt vestanlands, annars dálítil él eða skúrir. Hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Sjá meira