Eftir fremur hægviðrasama viku nálgast lægð landið úr suðvestri með suðaustan strekking og rigningu.
Lægðin kemur á land uppúr hádegi á Suður- og Vesturlandi en færir sig norður í land í kvöld. Í nót byrjar að snjóa á Austurlandi.
Á morgun mun vindur snúast á suðvestanátt með skúrum eftir hádegi en éljum norðantil. Annað kvöld gengur í norðlæga átt með kólnandi veðri og bætir heldur í ofankomu en birtir til um landið sunnanvert.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira