Fleiri greinst með Covid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021 Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 11:35 Útgöngubann er nú í gildi í Shanghai en um þriðjungur íbúa borgarinnar hefur þegar farið í skimun frá því að tilfellum tók að fjölga. AP/Chen Si Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið. Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið.
Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16