Erlent

Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Faraldurinn hefur nú staðið yfir í á þriðja ár.
Faraldurinn hefur nú staðið yfir í á þriðja ár. AP Photo/Andy Wong

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans.

Háskólinn hefur frá upphafi haldið tölfræði yfir faraldurinn. Dauðsföllin af völdum Covid-19 eru nú 6.001.094, þar af 256,704 síðustu 28 daga.

Alls hafa greint 446,5 milljón staðfest tilfelli af Covid, þar af tæplega 51 milljón síðustu 28 daga.

Flest tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum þar sem 80 milljón tilfelli hafa greinst. Þar hafa einnig flestir látist, eða rétt tæplega ein milljón manns frá því að faraldurinn hófst fyrir rétt rúmum tveimur árum.

Á vef Sky News er haft eftir Tikki Pang, prófessor við National University Singapúr og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, að hæsta dánarhlutfallið af völdum Covid-19 sé hjá þeim sem eru óbólusettir.


Tengdar fréttir

Dauðsföll af völdum Covid-19 nálgast sex milljónir

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú við það að ná sex milljóna markinu samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Faraldurinn er því enn ekki að baki þrátt fyrir að samkomutakmarkanir heyri nú söginni til víða.

Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö

Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×