Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 11:38 Abdullatif bin Rashid al-Zayani, utanríkisráðherra Berein, Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísraels, Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nasser Bourita, utanríkisráðherra Marokkó, og Sheikh Abdullah bin Zayed Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu saman í Ísrael í dag. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira