Erlent

Mannskæð skotárás í Ísrael

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Árásin náðist á öryggismyndavélar.
Árásin náðist á öryggismyndavélar. Skjáskot/Twitter

Tvö létust og fleiri særðust í skotárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels í kvöld.

Samkvæmt Times of Israel sýna upptökur úr öryggismyndavélum þegar tveir byssumenn hefja skothríð á fjölda almennra borgara og lögreglumenn við strætisvagnastöð í borginni.

Lögregla segir að fjöldi lögreglumanna hafi slasast í árásinni, en byssumennirnir voru báðir skotnir til bana af óeinkennisklæddum lögreglumönnum sem hefðu verið að fá sér að borða í nágrenninu.

Haft er eftir sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang að tvö hafi látist, karl og kona. Þau hafi verið úrskurðuð látin á staðnum. Þá hafi þurft að flytja fimm til viðbótar á sjúkrahús.

Nöfn árásarmannanna hafa ekki verið gerð opinber, að því er Times of Israel greinir frá.

Hér að neðan má sjá upptöku af árásinni úr öryggismyndavél. Vert er að vara við myndbandinu.

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.