Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 23. mars 2022 15:10 Svo virðist sem að dregið hafi úr sókn rússneskra hersveita í Kænugarð en heimamenn hafa barist gegn hersveitunum af krafti undanfarnar vikur. AP/Rodrigo Abd Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn NATO segja Rússa hafa misst allt að fimmtán þúsund hermenn í Úkraínu. Það verður líklega ákveðið á morgun hvort bandalagið muni auka viðbúnað í Austur-Evrópu. Bandaríkjamenn gagnrýna harkalega að talsmaður stjórnvalda í Moskvu hafi ekki útilokað þann möguleika í samtali við CNN að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin hafa nú formlega sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi í Úkraínu. Reuters hefur eftir heimildarmanni að Bandaríkin og bandamenn séu að velta því fyrir sér að útiloka Rússa frá þátttöku í G20. Önnur ríki myndu hins vegar beita neitunarvaldinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er sagður hyggja á þátttöku á ráðstefnu G20 í Indónesíu síðar á árinu. Úkraínuher segist að Maríupól sé enn á valdi Úkraínumanna, þrátt fyrir heimildir Bandaríkjamanna fyrir því að Rússar hafi komist inn í borgina í gær. Herinn segir vinveitta uppreisnarmenn í Hvíta-Rússlandi hafa eyðilagt að hluta lestarleið milli Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 3,5 milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt frá því að innrásin hófst fyrir nærri fjórum vikum. Yfirvöld í Úkraínu segja 121 barn hafa látið lífið í átökunum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira