KR í undanúrslit | Fjölnir án sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2022 22:00 Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk í kvöld. VÍSIR/DANÍEL Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki. KR vann þægilegan 3-0 sigur á Kórdrengjum í Vesturbænum í kvöld. Staðan í Vesturbænum var markalaus þangað til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Theodór Elmar Bjarnason skoraði og KR var 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bætti Atli Sigurjónsson við tveimur mörkum og KR vann leikinn 3-0. Þeir enduðu hins vegar leikinn manni færri en Hallur Hansson, færeyski landsliðsmaðurinn í liði KR, fékk tvö gul spjöld með nokkurra mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks. KR vinnur þar með riðil 3 í A-deild með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þeir mæta Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum. Annar leikur fór fram í riðli 3 en Keflavík vann 3-1 sigur á Vestra þar sem bæði lið nældu sér í rautt spjald. Í riðli 2 tapaði Fjölnir 1-2 á heimavelli gegn Þór Akureyri. Fjölnir tapaði öllum fimm leikjum sínum í riðlinum, þá var þetta fyrsti sigur Þórsara. Í kvennaflokki vann Afturelding 4-0 útisigur á Fylki þökk sé tvennu Hildar Karítasar Gunnarsdóttur, Christinu Clara Settles og sjálfsmarks Nínu Zinovievu. Afturelding fer þar með upp í 2. sæti riðils 2 í A-deild en Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum með fullt hús stiga. Fótbolti Íslenski boltinn KR Fjölnir Tengdar fréttir Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga. 11. mars 2022 19:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
KR vann þægilegan 3-0 sigur á Kórdrengjum í Vesturbænum í kvöld. Staðan í Vesturbænum var markalaus þangað til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Theodór Elmar Bjarnason skoraði og KR var 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bætti Atli Sigurjónsson við tveimur mörkum og KR vann leikinn 3-0. Þeir enduðu hins vegar leikinn manni færri en Hallur Hansson, færeyski landsliðsmaðurinn í liði KR, fékk tvö gul spjöld með nokkurra mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks. KR vinnur þar með riðil 3 í A-deild með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þeir mæta Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum. Annar leikur fór fram í riðli 3 en Keflavík vann 3-1 sigur á Vestra þar sem bæði lið nældu sér í rautt spjald. Í riðli 2 tapaði Fjölnir 1-2 á heimavelli gegn Þór Akureyri. Fjölnir tapaði öllum fimm leikjum sínum í riðlinum, þá var þetta fyrsti sigur Þórsara. Í kvennaflokki vann Afturelding 4-0 útisigur á Fylki þökk sé tvennu Hildar Karítasar Gunnarsdóttur, Christinu Clara Settles og sjálfsmarks Nínu Zinovievu. Afturelding fer þar með upp í 2. sæti riðils 2 í A-deild en Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum með fullt hús stiga.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Fjölnir Tengdar fréttir Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga. 11. mars 2022 19:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga. 11. mars 2022 19:00