Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 15:03 Unnið er að því að meta skemmdir. Lisa Maree Williams/Getty Images) Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow. Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow.
Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira