Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 10. mars 2022 10:36 Fundurinn skilaði litlum árangri. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent