Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 10. mars 2022 10:36 Fundurinn skilaði litlum árangri. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Lavrov og Kuleba ræddu meðan annars ástandið í Maríupól, þar sem þúsundir hafa verið án vatns og rafmagns í marga daga og eymd fólks er mikil. Borgin hefur sætt stöðugum árásum og í morgun var greint frá því að þrír hefðu látist þegar eldflaugar lentu á fæðinga- og barnaspítala. Kuleba sagði Lavrov ekki hafa haft umboð til að semja um „mannúðarhlið“ úr borginni en að hann hefði sagst myndu bera tillögu Úkraínumanna undir stjórnvöld í Moskvu. Kuleba sagði það hafa verið erfitt að funda með Rússum en að hann væri tilbúinn til að gera það aftur. Ráðherrann sagði jafnframt að brýnast væri að koma á sólahrings vopnahlé og flytja íbúa frá Maríupól. Hann hefði fengið það á tilfinninguna að Rússar væru hins vegar ekki í stöðu til að koma á allsherjarvopnahléi. Stjórnvöld í Úkraínu væru reiðubúin til að eiga viðræður um lausn en jafnframt reiðubúin til að verja sig. Segir Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum Lavrov sagði „mannúðarmálin“ hafa verið efst á dagskrá en endurtók staðhæfingar Rússa um að varnarlið Úkraínu héldi almennum borgurum í landinu í gíslingu og að þeir væru notaðir sem „mannlegir skildir“. Ráðherrann sagði Rússa ekki hafa í hyggju að ráðast gegn öðrum þjóðum en fullyrti á sama tíma að þeir hefðu ekki heldur ráðist gegn Úkraínu. Um væri að ræða „sérstaka hernaðaraðgerð“, sem er sú lína sem Rússar hafa tekið þegar rætt er um innrásina. Lavrov sagði Vesturlönd sýna „hættulega hegðun“ með því að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum. Þá hefðu þau „traðkað á“ eignarétti Rússa. Rússar myndu leita leiða til að verða aldrei aftur háðir vesturlöndum og að átökin hefðu gefið þeim nýja sýn á heiminn. New York Times segir ráðherrann ekki hafa útilokað fund milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Ég vona að það verði nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti,“ sagði hann. Leggja þyrfti grunn að því samtali. Selenskí hefur sagt að eina lausnin til að binda enda á átökin í landinu sé fundur með Pútín en stjórnvöld í Moskvu hafa ekkert gefið út um möguleikann á viðræðum forsetanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira