Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 16:49 Ekki liggur fyrir hversu margir létust en forsetinn segir börn meðal þeirra sem liggja í rústunum. AP Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent