Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 16:49 Ekki liggur fyrir hversu margir létust en forsetinn segir börn meðal þeirra sem liggja í rústunum. AP Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41